Skip to Content

menu 5

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja er í Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan, sem stendur ekki lengur var reist 1857. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveizlu.

Seltún

Háhitasvæðið við Seltún er fallegt brennisteins-og leirhverasvæði í Krýsuvíkurlandi. Þar stunduðu Krýsuvíkurbændur og útlendir athafnamenn brennisteinsvinnslu á nokkrum tímaskeiðum. Árið 1999 sprakk 50 ára gömul borhola með þeim afleiðingum að leir þeyttist langt upp í hlíðina. Eftir sprenginguna myndaðist tjörn sem er umlukin litskrúðugum jarðvegi í fögru umhverfi.

Áhugaverðir staðir

Í Reykjanesfólkvangi eru margir áhugaverðir staðir að sækja heim. Má þar helst nefna hverasvæðið við Seltún sem er áfangastaður meira 100.000 ferðamanna á ári hverju. Þar gefur að líta háhitasvæði og fjallasýn sem helst má vænta í óbyggðum en eru við borgardyr.

Áhugaverðir staðir

 

          

Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur