Hlutverk Reykjanesfólkvangs er í mótun. Grundvallarhugmyndin að baki fólkvanginum er að taka frá svæði til útivistar fyrir almenning og vernda þá einstöku náttúru sem þar er að finna.
Unnið verður áfram að því að gera fólkvanginn aðgengilega fyrir fólk að njóta útivistar og náttúru.
Stjórnina skipa sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem að fólkvanginum standa. Fulltrúi Umhverfisstofnunar er áheyrnarfulltrúi.
Frá hausti 2014 skipa stjórnina
Sverrir Bollason - Reykjavík, formaður
Fólkvangar eru skilgreindir í Náttúruverndarlögum. Þar segir í 55. grein:
"Umhverfisráðherra getur, að fengnum tillögum hlutaðeigandi sveitarfélags eða sveitarfélaga og áliti Umhverfisstofnunar, lýst tiltekið landsvæði, sem ætlað er til útvistar og almenningsnota, fólkvang."