Skip to Content

Hvað er fólkvangur?

Fólkvangar eru skilgreindir í Náttúruverndarlögum. Þar segir í 55. grein:
"Umhverfisráðherra getur, að fengnum tillögum hlutaðeigandi sveitarfélags eða sveitarfélaga og áliti Umhverfisstofnunar, lýst tiltekið landsvæði, sem ætlað er til útvistar og almenningsnota, fólkvang."
Fólkvangar eru frábrugðnir t.d. Þjóðgörðum að því leyti að það eru sveitarfélögin sem bera kostnað af stofnun og reksturs fólkvangsins en ekki Ríkið. Sveitarfélögin skipta með sér kostnaði í samræmi við höfðatölu.
Þá segir í 57. grein:
"Sveitarfélög sem standa að rekstri fólkvangs skulu gera með sér samvinnusamning og stofna samvinnunefnd sem starfar í samráði við Umhverfisstofnun. Í samvinnusamningi skal kveðið á um fjölda nefndarmanna og starfshætti nefndarinnar. Ef ekki er öðruvísi ákveðið ræður afl atkvæða. Þegar um er að ræða atriði sem hafa sérstakan kostnað í för með sér fer þó um atkvæðisrétt eftir greiðsluhlutföllum aðila, sbr. 56. gr."Drupal vefsíða: Emstrur