Skip to Content

Stjórnun og skipulag fólkvangsins

 

Fólkvangurinn er innan marka þriggja sveitarfélaga en mörg fleiri koma að stjórnun hans. Um landnotkun í fólkvanginum gildir það skipulag sem í gildi er innan hvers sveitarfélags. Á aðalskipulagi er fólkvangurinn í grófum dráttum tilgreindur sem opið svæði til sérstakra nota.

Stjórn fólkvangsins er nú að vinna að því að skýra hlutverk og markmið fólkvangsins á grundvelli stjórnunaráætlunar fyrir svæðið. Stjórnunaráætlunin er verkfæri í höndum stjórnarinnar til að stýra og forgangsraða ákvörðunum sínum. 

Ætlunin með því umbreytingarferli sem nú er í gangi er að skerpa á þremur atriðum sérstaklega:

  • Mörk ásættanlegra breytinga á helstu áfangastöðum ferðamanna og framkvæmdir sem þarf til að vinna gegn óásættanlegum breytingum.
  • Afmörkun svæðisins, hugsanleg stækkun, minnkun eða sameining við önnur svæði fellur hér undir.
  • Umboð stjórnarinnar og hlutverk gagnvart sveitarstjórnum verði skýrt.

Sveitarfélögin á Suðurnesjum ásamt fyrirtækjum á svæðinu hafa lagt inn umsókn fyrir aðild jarðvangs á Reykjanesi að European Geoparks Network. Umsóknina og frekari upplýsingar um umsóknina og áformin er að finna á vef Reykjanes GeoPark Project. Reykjanesfólkvangur er innan marka þess svæðis sem sótt er um að verði GeoPark en stjórnin stendur þó ekki að umsókninni sem er á höndum sveitarfélaganna.Drupal vefsíða: Emstrur